Ég heiti Arnar Jónsson og er margmiðlunarhönnuður og leiðsögumaður. Það sem lýsir mér best er að ég er sannkallaður "Jack of all trades" þegar kemur að stafrænni myndvinnslu. Ég hef starfað við Motion Graphics, Visual Effects og Composting verkefni frá árinu 2006. Ég hef hef víða komið við, meðal annars við gerð bíómynda, sjónvarpsþátta, auglýsinga ásamt vinnu við almenna grafíska hönnun og vefsíðugerðar. Þar á undan starfaði ég sem sölumaður í verslunum þar sem ég lærði töluvert um þjónustulund og samskipti við viðskiptavini sem hefur nýst mér vel í starfi. Ég vinn hratt og vel undir pressu og gef lítinn afslátt af gæðum verkefnisins. Ég er stundvís, reyklaus og hef mikla ástríðu fyrir útivist og hreyfingu.
CV / FERILSKRÁ

starfsreynsla
AJ:FX
2019
Senior VFX Artist, Motion Graphic Designer
AJ:FX er fyrirtæki mitt sem ég á og rek undir freelance vinnu mína þar sem ég sérhæfi mig í fjölbreyttum myndvinnslulausnum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar.
KONTRAST
2017 - 2019
Senior VFX Artist, Motion Graphic Designer
Kontrast er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum myndvinnslulausnum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar. Sem einn af lykilstarfsmönnum fyrirtækisins vann ég að gerð fjölda stórra auglýsinga, kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða. Þar má helst nefna Víti í Vestmanneyjum, Stella Blómkvist og landsliðsauglýsingar Icelandair.
RVX
2014 - 2016
VFX Artist, Motion Graphic Designer
RVX er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum myndvinnslulausnum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar á heimsklassa. Þar starfaði ég í fjölbreyttum verkefnum við stafræna myndvinnsu í verkefnum á borð við EVEREST og ÓFÆRÐ. Einnig stýrði ég animation teymi við gerð HULLA seríu 2 auk margra annarra stærri og smærri verkefna.
Lazytown
2013 - 2014
Motion Graphic Designer, VFX Artist
LazyTown eru heimfrægir litríkir barnaþættir með mikinn metnað. Þar sem ég starfaði um tíma í frábæru teymi góðra einstaklinga. Mitt hlutverk við gerða þáttanna var víðamikið, allt frá grafískri hönnun og Motion Graphics yfir í Compositing, Matt-painting og look development fyrir þessa litríku þætti.
Íslenska
auglýsingastofan
2008 - 2013
Motion Graphic Designer, VFX Artist
Íslenska er ein stærsta, öflugusta og elsta auglýsingastofa landsins. Ég starfaði þar í nokkur ár við fjölbreytt verkefni, aðallega á sviði hreyfigrafíkar og þrívíddarvinnslu, við fjölbreyttar veflausnir og við Compositing.
Draumsýn
2006 - 2008
Motion Graphic Designer, VFX Artist
Draumsýn var lítið metnaðarfullt fyrirtæki þar sem ég vann við margskonar hreyfigrafík og 3D lausnir fyrir auglýsingar. Þetta var minn fyrsti alvöru vinnustaður við gerð hreyfigrafíkar þar sem ég fékk ómetanlega reynslu í vinnslu stórra sem smárra verkefna.
menntun
Leiðsöguskólinn
2019
Gönguleiðsögumaður
Nám í Leiðsöguskólanum er víðfemt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Þetta er eins árs fullt Diplomanám sem ég kláraði í kvöldskóla.
Margmiðlunar-skólinn
2006
Multimedia Designer
Fjölbreytt 2 ára nám á framhaldsskólastigi þar sem víða er farið yfir hinar ýmsu greinar innan stafrænnar myndvinnslu, 3D vinnslu, animation auk grunns í kvikmyndun og handritsgerð.
Fjölbrautarskólinn
við Ármúla
2004
Stúdentspróf
Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla þar sem ég útskrifaðist af félagsfræðibraut með auka áherslu á raungreinar og skapandi greinar.
TölvuKUNNÁTTA
Grunnurinn að því að vinna góð verk eru góð verkfæri og hér fyrir neðan eru þau helstu sem ég nota.Auk þess má nefna að ég hef töluverða reynslu af html/css kóðun ásamt því að vinna í Wordpress og Office forritum.

The Foundery Nuke

BlackDiamond Fusion

Maxon Cinema 4D

Autodesk 3DS Max

Adobe After Effects

Adobe Photoshop

Adobe Premier Pro

Adobe Illustrator

Annað áhugavert
Ég elska útivist í öllu sýnu veldi, ís- og klettaklifur, fjallahlaup, svifvængjaflug, fjallaskíði, fjallamennska, ferðalög, sjókayak, snjókite og allt þar á milli. Ég er menntaður leiðsögumaður með meirapróf auk þess er ég með NOLS Wilderness First Responder réttindi.
Ég hef verið leiðsögumaður á jökli í fjölmörgum ferðum á vegum FÍ, Troll Excursions og Fjallafélagsins auk þess að taka að mér einkahópa á hin ýmsu fjöll og jökla. Ég hef áralanga reynslu af fjallamennsku og klifri og var meðlimur HSSR um tíma. Þá sat ég í stjórn Íslenska alpaklúbbsins um nokkra ára skeið og hef haldið úti vinnsælu útivistar- og mynda bloggi frá 2005 sem sjá má hér að neðan.
Ég hef verið leiðsögumaður á jökli í fjölmörgum ferðum á vegum FÍ, Troll Excursions og Fjallafélagsins auk þess að taka að mér einkahópa á hin ýmsu fjöll og jökla. Ég hef áralanga reynslu af fjallamennsku og klifri og var meðlimur HSSR um tíma. Þá sat ég í stjórn Íslenska alpaklúbbsins um nokkra ára skeið og hef haldið úti vinnsælu útivistar- og mynda bloggi frá 2005 sem sjá má hér að neðan.