HÆ!

Ég heiti Arnar Jónsson og er margmiðlunarhönnuður sem og leiðsögumaður. Ég hef starfað við gerð Motion Graphics, Visual Effects og Compositing verkefna frá árinu 2006 og hef þar víða komið við á mínum ferli við gerð bíómynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga auk almennrar grafískrar hönnunar sem og vefforritunar.
SHOWREEL

Visual Effects

Látum verkin tala! Hér má sjá stutta samantekt af Compositing, Mattpainting og Visual Effects skotum sem ég hef unnið fyrir hina ýmsu sjónvarpsþætti, bíómyndir og auglýsingar síðustu ár.
SHOWREEL

Motion Graphics

Hér til hliðar má sjá stutta samantekt af fjölbreyttum verkefnum við hreyfigrafík sem ég unnið að síðustu ár. Verkefnin eru bæði fullgerð af mér eða hannanir sem ég hef glætt lífi.

Áhugamálin

Ég hef alltaf heillast af útveru og hef ávallt haft mikla ástríðu fyrir því að upplifa hið magnaða sem náttúran okkar hefur uppá að bjóða, hvort svo sem það sé úr lofti, á landi, utan á fjalli eða útá sjó. Ég menntaði mig sem gönguleiðsögumann til að geta miðlað þeirri ástríðu betur til annara.

Ferilskrá

Margt hafa menn og konur brúkað í gegnum tíðina og telst það til góðra siða að setja það helsta saman í ferilskrá svo að hægt sé að meta menn að verðleikum. Hér til hliðar má finna ferilskrá mína.